<$BlogRSDURL$>

fimmtudagur, júní 23, 2005

Jæja sæl veriði...
Ég nenni ekki að blogga núna... því ætla ég að helga mig mbloginu í sumar, þar getið þið skoðað myndir af því sem er að gerast hverju sinni...


eblogg.mblog.is


Lag dagsins: Weezer - This is Such a Pity

sunnudagur, mars 20, 2005

Ég á afmæli í dag, ég á afmæli í dag, ég á afmæli sjálfur, ég á afmæli í dag

já kallinn orðinn 24 ára, og nú verður ekki snúið til baka... 24, 24, over and out yeah!

4 dagar í Danmörk...

Lag dagsins: Stevie Wonder - Happy Birthday


þriðjudagur, mars 01, 2005

Sææælir!


Sææælir!


Jæja í dag er merkilegur fyrir margar sakir, fyrir það fyrsta þá er bjórdagurinn, já það eru orðin 16 ár síðan að bjórinn var leyfður. Og svo á nottla félagi Sveini afmæli í dag, 24 ára kallinn... og einnig hann Gunni bróðir sem er 34 ára, hmmm ef að bróður skyldi kalla, var labba í Ármúlanum í dag, var á leiðinni í mat (var á námskeiði hjá Símanum) þá sé ég hann hinu megin við götuna að setja upp skilti (hann vinnur við það) og nottla blístra á hann og vinka eins og sönnum bróðir sæmir, en nei nei hann bara þekkir mig ekki, djöfulsins dóninn! Þannig að ég hringdi í hann eftir matinn og herti hann í bak og fyrir, það lá við að ég óskaði honum til óhamingju með afmælið, en ég kunni nú ekki við það... já eins og segir í máltakinu, bræður eru bræðrum verstir, eða eitthvað svoleiðis, ekki að ég viti hvað það þýðir en mér fannst það kannski passa inní umræðuna. En já svona er þetta... yfir og út!

23 dagar í Danmörk

Lag dagsins: Mars Volta - The Widow

mánudagur, febrúar 14, 2005

Jæja... lítið annað að gera en að blogga smá hérna. Annars er frekar lítið að frétta, Valentínusardagurinn er í dag og allt gott um það segja. Annars vil ég samgleðjast félögum mínum í Green Day fyrir að hafa unnið í gærkvöldi Grammy verðlaunin fyrir bestu rokkplötuna 2004, American Idiot, enda snilldargripur þar á ferð.



Hmmm já horfði á tvær bíómyndir í gær, fyrst Envy (með Ben Stiller og Jack Black) og mér fannst hún helvíti góð, kom skemmtilega á óvart.



Svo síðla kvölds horfði ég á The Grudge, sem endurgerð af japaskri hryllingsmynd, og ég verð nú bara að segja hún er frekar spúgíbúgí, þá sérstaklega fyrir hvað það var alltaf ógeðslegt hljóð í myndinni, hélt manni alveg á tánnum og fékk hárin til að rísa. Já Japanir kunna alveg að gera hryllingsmyndir, þeir mega eiga það.



En ég nú ekki að hafa þetta neitt mikið lengra í bili, enda er það ekki ráðlegt. Hafið það gott

Lag dagsins: Green Day - Whatsername





fimmtudagur, febrúar 10, 2005

Heil og sæl



Var að enda við að horfa alveg hrikalega leiðinlega og tilgangslausa mynd, dauði og djöfull... var að horfa á The Village, (eftir sama leikstjóra og Sixth Sence, sem er ein besta mynd sem ég hef séð) en þarna gerði indverjinn alveg uppá bak að mínu mati, búinn að fá sér aðeins of mikið af karrí held ég... átti að vera rosalega spúkí og eitthvað en ekki tók ég eftir því, alveg steindauð.
Heyrðu það var nú skemmtilegur dagur í gær, öskudagurinn... með tilheyrandi syngjandi nammisníkjandi krökkum. Ég verð nú að gefa þeim falleinkunn fyrir lélegt lagaval (Bjarnastaðabeljurnar bauluðu mjög mikið í gær!) og metnaðarleysi í búningum. En sumir stóðu sig nú ágætlega og höfðu greinilega æft sig, en ég vil sjá meiri metnað á næsta ári.
Og viti menn, ég og Pozinn erum að fara til Danaveldis í mars, og þá verður sko bærinn málaður rauður (og blár) og það er aldrei að vita nema maður kíki til hennar Siggu ef að tími finnst til :)

jæja annað var það ekki...

Lag dagsins: Mando Diao - Cut the Rope



föstudagur, janúar 28, 2005

Jæja er eitthvað vit í þessu...held ekki, en samt
Stórfrétt vikurnnar hjá DV er ekki þetta Íraksmál eða neitt í þeim dúr, neeeeiiiii það sko "ást í Idolinu" þrjá daga í röð er það forsíðufrétt að Helgi og Brynja séu orðin par... já þetta er alveg stórmerkilegt, hehe, það verður fróðlegt að sjá hvað þeir skrifa eftir þáttinn í kvöld...
En já er að fara í leikhús á laugardaginn, á Vodkakúrinn í Austurbæ, það verður nú eintóm gleði býst ég við.
Og svona í lokinn þá vil sé benda ykkur þetta, alveg stórmerkilegt... þetta er algjör snilld, en samt geðveiki...

Súper Mario lagið spilað á gítar
Súper Mario lagið spilað á píanó

takk og bless
p.s. til hamingju með daginn Krissa!!!

Lag dagsins: White Stripes - Jolene


sunnudagur, janúar 16, 2005

Heil og sæl... svakalega er þetta eitthvað týpískur sunnudagur... líður bara áfram og ekkert gerist og áður en maður veit af er hann búinn og skilur ekkert eftir sig nema stóra óútskýrða eyðu í lífi manns. En ég er búinn að eignast nýjan vin, og það er sloppurinn minn sem keypti um síðustu helgi, alveg hreint yndislegt fyrirbæri, maður þarf engin önnur föt þegar maður á svona gaur, það er nokkuð ljóst, þvílíkt frjálsræði.
Dreymdi enn einu sinni köngulær í nótt... hvað er málið, í þetta skiptið var það risa tarantúlla sem var búin að gera sér ógurlegt bæli upp í horninu á herberginu mínu, getur einhver ráðið þetta og hvernig stendur á því að mig dreymi endalaust köngulær??? Dreymdi reyndar um daginn að ég væri að hálshöggva hænur með stunguskóflu, á meðan að fjölskylda og vinir söfnuðu hænunum saman og settu þær fyrir fram mig... ekki spyrja mig.
Jæja núna er vika síðan að Sigga fór aftur út til Danmerkur, og heimilið er í rúst.... nei nei, það hefur aldrei litið eins vel út, allt saman undir kontról sko...

Svo vil ég bara segja ykkur að það er komin ný rokkútvarpsstöð, X-FM 91.9

Hmmm eitthvað fleira, held varla, ef þið hafið ekkert að gera í nótt þá getið þig horft á Golden Globe verðlaunin á Stöð 2...

Lag dagsins: Embrace - Gravity


fimmtudagur, janúar 13, 2005

Það var heldur leiðinlegur morgun (í morgun) þegar ég var á leiðinni í vinnuna (Síminn, við hjálpum þér að láta það gerast) og ég ætlaði að hlusta á Tvíhöfðann minn á X-inu... eða Skonrokk... en nei það er búið að loka þessum báðum útvarpsstöðum (og Stjörnunni 9.43 líka)... hvað er að gerast, eru menn gjörsamlega búnir að tapa sér þarna uppá Lynghálsi. Svona gerist ef að OgVodafone fær að ráða öllu, þeir eru ekki að standa sig í þessum útvarpsmálum, skítapakk segi ég! Ég verð virkilega svektur ef að þetta á að vera svona, og ég vona að einhverjir góðir menn taki sig saman og reysi þessar stöðvar aftur upp frá dauðum. Nú þarf maður bara að hlusta á Rás 2 eins og í gamla daga.

Ég kveð ykkur með tárin í augunum...

Lag dagsins: Goldfinger - January


föstudagur, desember 31, 2004

Gamlársdagur
Jæja... þetta er bara að verða búið, það er að segja árið, eða eins og segir í kvæðinu, Nú er árið liðið í aldana skaut, og aldrei það kemur til með að baka...
Ég vil þakka fyrir gott blogg ár og megi bloggin verða betri og fleiri á nýju ári
Gleðilegt nýtt ár og hafið gott í kvöld, og munið bara þessa 4 mikilvægu punkta, éta, drekka, skaupa og skjóta!

Lag dagsins: Green Day - Boulevard Of Broken Dreams

2004
2004
2004
2004
2004



föstudagur, desember 24, 2004

Gleðileg jól!
Ég vil óska þér og öllum hinum gleðilegra jóla og vona að allir verði feitir og fínir í kvöld eftir maraþon steikarát. Elskið friðinn og strjúkið kviðinn...

Lag dagsins: Heims um ból


fimmtudagur, desember 23, 2004

Þorláksmessa...
Skötudagur enn eina ferðina runninn upp, og lítið sem maður getur gert við því. Eða hvað, því í dag voru stofnuð Samtökin BORÐUM EKKI SKÖTU! og þegar ég síðast vissi þá voru meðlimir orðnir 7... Nokkuð gott, þannig að ég var að spá að stofna ný samtök á morgun, Samtökin BORÐUM EKKI RJÚPU Á JÓLUNUM ÞVÍ ÞAÐ ER BARA RUGL (skammstafað BERÁJÞÞEBR) ég hugsa að það gætu verið sterk félagasamtök. Annars er bara rólegt í vinnunni þessa stundina, og bara rétt klukkutími eftir...

en þangað til hafið það gott... á morgun koma jólin og þá mun ég koma með einhvern jólapistil...

Lag dagsins: Laddi - Ég fer alltaf yfir um jólin

1 dagur til jóla... Kertasníkir kemur í nótt...



sunnudagur, desember 12, 2004

Geisp.... já menn eru þreyttir á sunnudagskvöldum, enda mikið um að vera hjá kallinum um helgina. Fórum á Hárið í gær, þ.e.a.s. ég, Siggi, Anna María og Guggi, ég var nú reyndar búinn að fara áður í sumar og Guggi líka, en hvað með það. Fengum okkur pezzu á Horninu áður við fórum á sýninguna, og var hún bara prýðis fín skal ég segja ykkur. Guggi mætti með dýrari týpuna af spilandi jólabindi sem gerði mikla lukku. Við vorum í smá tímaþröng, (því við þurftum að koma við í Háteigskirkju á leiðinni) og var maturinn étinn á mettíma. Sýningin var fín (fannst hún reyndar betri í fyrra skiptið sem ég sá hana), fullt af túttum og typpum. Svo þegar því var lokið var ferðinni heitið í höfuðból hnakkanna, já 1 2 Selfoss á ball með Sálinni. Reyndar urðu fyrst nokkrar mannabreytinar, Sigurður hélt heim á leið, en Maren Rós kom sterk inn af kanntinum og Guggi settur undir stýrið. Og svo var ekið af stað. Sumir voru heldur eigingjarnir á eplasnafsinn og létu ekki flöskuna af hendi, já eða af vörum. Svo þegar komið var á Selfoss, eða í Hvíta húsið þá var dansinn stiginn nokkuð þétt fram eftir nóttu, annars var liðið þarna frekar sjekí að sjá enda spes þjóðflokkur, en sjálfsagt vænsta fólk svona inn við beinið. Lauslátt kvennfólk og nördalegir gaurar var svona megin þema kvöldsins. Allt fór þetta þó fram mjög frið og siðsamlega. Einhverjir samskipahnökrar voru þó innan hópsins og erfitt reyndist að finna fólk aftur ef maður brá sér frá, en það bestnaði nú eftir því sem leið á. Þegar Sálverjar höfðu lokið sér af langaði okkur til að flýta okkur heim enda löng leið fyrir höndum og fólk orðið misdasað. Fengum ferðafélaga á heimleiðinni, en það var enginn annar en Guðmundur Jónson gítargúrú Sálarinnar. Við skutluðum honum heim (ef þið viljið vita hvar Gummi á heima þá, sendið mér þá bara meil.) Það skal ósagtlátið hvort hann fór einsamall heim eða ekki. Hann gleymdi líka nýja U2 disknum sínum í bílnum hjá Gugga, hann er sjálfsagt mjög sár því hann lofsamaði diskinn alla leiðina, en honum verður komið til hans. Því næst lá leiðin upp á Skaga, með stuttu stoppi í Sjelekt.
Meira síðar...

Lag dagsins: U2 – A Man and a Woman

12 dagar til jóla... og Giljagaur kemur í nótt...

fimmtudagur, desember 09, 2004

Og það var ekki fyrr en ég sá bílinn að hann var blár, og talandi um það, þá var mér hent á nýliðanámskeið hjá Símanum í gær, allt gott með það, þurfti ekki að gera mikið annað en að sitja og fylgjast með glærusjói. Nú eftir það fór ég í Smáralindina, reyna að nota síðustu dagana sem ég er maður einsamall til að versla eitthverjar jólagjafir handa konunni. En ég var samt ekki búinn að fara upp einn rúllustiga þegar ég sé Birgittu Haukdal og Dr. Gunna á sömu 5 sekúntunum, það er þá þarna sem fræga fólkið heldur sig, og þau voru ekki að árita... svo lá leið mín á klósettið, en ég sneri við það út aftur med de samme, því að það hafði greinilega einhver ekki hitt oní því það var risa lelli útflattur á gólfinu, alls ekki fögur sjón að sjá fyrir mann á mínum aldri...
Þannig að ég dreif mig þaðan út og kom við í höfðustöðvum Norðurljósa og sótti þar Jan Mayen geisladisk sem ég vann á X-inu fyrir nokkrum vikum síðan, svo var ég næstum búinn að keyra á Sigga storm á leiðinni útaf svæðinu, en hann rétt slapp.
En meira um það seinna, sæl að sinni.

Lag dagsins: Jan Mayen - On a Mission

15 dagar til jóla...


mánudagur, desember 06, 2004

Station helgi... alveg bara
Jæja það var tekið vel á því á um helgina, byrjaði strax eftir vinnu á föstudaginn, þá lá leiðin á Hótel Glym sem staffinu í Símanum á jólahlaðborð. Þar var étið vel og innilega og drukkið með, fínasti matur, ég fékk mér meira að segja önd. Þegar við komum uppá Skaga aftur þá var komið við á Mörkinni svona til klára kvöldið. Nú á laugardeginum þurfti að hafa eitthvað fyrir stafni, ekki þýddi að að sitja heima og bora í nef. Nú var NASA málið, Sálin lék fyrir dansi þar og stóðu sig vel. Siggi Trukkur, Árni, Anna María og Silvía Llorens voru með í för, en svo bættist Guggi við hópinn, en hann var að hlýða á Stranglers fyrr um kvöldið. Fín stemmning, mikið drukkið og allir voru helvíti fullir (nema Anna, hún var einkabílstjóri, og keyrði okkur um á eðaldrossíunni). Fishermans Friend var teigaður vel og innilega, enda mikið kvef í gangi. Mikið af eðaltöppum voru á svæðinu, eins og t.d. Ívar Guðmunds, Valtýr Björn, Ásgeir Kolbeins og einhverjir fleiri sem man ekki eftir... sumir skoruðu, sumir ekki... en hér eru örfár myndir
Það var því heldur mikil þrekraun að vakna á sunnudeginum, rífa sig upp og gera sig klárann fyrir annað jólahlaðborð, og í þetta skipti var það hele familien sem át allt sem til var á Rauðará. Allt frá grafinni gæs upp í hamborgarahrygg... Góður matur, góður staður, góður draumur maður...
Þá er maður bara búinn að stikla á stóru, fleira verður ekki gefið upp...

Lag dagsins: Maus - Over Me, Under Me

18 dagar til jóla...


laugardagur, nóvember 27, 2004

Varafat


Ég ber ekki ábyrgð á gjörðum þessa manns... en hann gengur víst laus, og þótti eiga prýðis góða spretti í sumarbústaði einum hér uppí sveit fyrir ekki svo löngu, fín ferð í alla staði, hef ég heyrt...

Lag dagsins: Jimi Hendrix - Hey Joe (Jimi hefði orðið 62 ára í dag)

27 dagar til jóla...


miðvikudagur, nóvember 24, 2004

Langaði bara rétt aðeins að líta hér við og kasta kveðju á hana Beggu en hún er 23 ára í dag... til hamingju með það!! Hún hefur sjálfssagt haldið uppá afmælið á Akureyri með því að fá sér pulsu með rauðkáli... en allavega bestu kveðjur norður!

Og þar sem að það eru bara mánuður til jóla... þá ætla ég að byrja að telja niður

Lag dagsins: Libertines - Begging

30 dagar til jóla...

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Best gera eitthvað hérna...
Var að koma af körfuboltaleik, en þar áttust við botnlið 1. deildarinnar Skaginn og Ármann/Þróttur, bjóst ekki við að ég myndi meika það að mæta á leikinn en hann var kl. 14:00, þar sem ég var á djammi og djúsi í gær, en ég kem að því síðar. Alla vega þá vann Skaginn sinn fyrsta leik í vetur, 93-80 (minnir mig) og átti félagi Sveinbó nokkra góða spretti. Sem sagt fyrstu stigin komin í hús hjá Skaganum, sem dugir reyndar ekki til að koma þeim úr botnsætinu, en þetta er bara byrjunin.
En já eins og ég kom aðeins inná hérna áðan, þá skellti ég mér í djammskóna í gær og var stefnan tekin á Sálina hans Jóns míns á Breiðinni, og þar var nú margt um manninn, verulega stappað og vel sveitt. Fínasta stemmning verð ég að segja... og hérna eru nokkrar myndir af ballinu sem ég tók á símann minn.

Man ekki hvað ég ætla að segja meira... þannig að hafið það bara gott

Svo vil ég minna á Beach Boys í kvöld...

Lag dagsins: Beach Boys - Good Vibrations


þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Langaði bara að deila þessu með ykkur.... þetta er algjör SNILLD

takk og bless

Lag dagsins: Placebo - Bubblegun


mánudagur, nóvember 08, 2004

Jæja gott fólk... eru þið gott fólk? ef svo er látið mig þá vita... En alla vega þá gerðum við Sveini okkur fína ferð á laugardaginn, kíktum á Pozann á Laugarvatni, skoðuðum cribbið hans, þar sem hann ræður ríkjum og ríður tíkum, ehhhhmmmmm eða eitthvað svoleiðis. Komust að því að herbergisfélagi hans er einn mesti Nylon fan á landinu, á diskinn og allt sko... Kíktum aðeins í körfu um daginn, og chilluðum bara þarna á vistinni á laugardagskvöldinu. Svo í gærkvöldi buðu mamma og pabbi allri fjölskyldunni út að borða (17 svöng stykki) á Fjörukránni í Hafnarfirði, fínasti staður það, og voru þau að fagna því að núna er salan á Svarfhóli loksins frágengin og búið að skrifa undir allt. 28 ára starfi lokið í sveitinni og þau gömlu eru að flytja í Kópavoginn (í Rjúpnahæð) í Penthouse íbúð á 15. hæð, með svölum allan hringinn og heitum potti á svölunum... Þetta er hæsti staður á Reykjavíkursvæðinu, þannig að maður sér yfir alla Reykjavík eins og hún leggur sig, ekki amalegt útsýni það. En þau flytja nú reyndar ekki fyrr en næsta vor. Þeir sem hafa séð nýju auglýsinguna frá Digital Ísland, þar sem allir standa uppá húsum, þá er þetta rauða og hvíta blokkin sem kemur í endann á þeirri auglýsingu. Alveg hreint prýðiskvöld verð ég að segja... alveg milljón...

En já annars er nú ekki mikið að segja, nýja vinnan gengur bara vel og ég er alveg fíla mig í þessu.

Og svona að lokum þá vil ég bara útnefna afmælisbarn dagsins hér með, en það er leikkonan Tara Reid, og er hún 29 ára í dag. En hún fagnaði þeim tímamótum um helgina með því að sýna á sér annað brjóstið...

Lag dagsins: Nylon - Bara í nótt




mánudagur, október 25, 2004

Mongóliti já!




Jú mikið rétt það er kominn 25. október 2004 og hvað þýðir það, jú hann Gunnar er orðinn stór strákur, hann er nebbla 25 ára í dag! En þessi mynd er einmitt tekinn þegar hann fagnaði þessu stóra áfanga :) Og svo er það bara kaffi og kökur á eftir... vona ég :)

En já þjónustufulltrúinn mætti galvaskur til vinnu í morgun kl. 9, og svei mér þá að ég hafi ekki bara selt Símann, eða svo gott sem, ég lofa alla vega að selja á næstu dögum :) Skjár 1 mætti og tók viðtal við kallinn á sínum fyrsta degi, enda ekki á hverjum degi sem slíkir eðal menn taka til hendinni.

En nóg um það, ég er farinn... þið ráðið hvort þið komið með eða ekki...

Lag dagsins: Eric Prydz - Call On Me



fimmtudagur, október 21, 2004



Lilja afmælisbarn


Við rjúfum þessa útsendingu vegna áríðandi tilkynningar, hún Lilja á afmæli í dag og vil ég biðja fólk að standa á lappir og gef henni gott klapp... takk fyrir...
Fór í bíó áðan á Blindsker sem er heimildarmynd um Bubba Morthens eins og kannski flestir ættu að vita... alveg þokkaleg mynd, en ég bjóst nú við meiru, fannst hún soldið óskýr mikið hlaupið yfir sögu og mörgu sleppt, enda kannski ekki annað hægt því mikið um að fjalla og þyrfti hún að vera helmingi lengri til að geta fjallað um allt. Svo fannst mér of lítið af gömlum myndum. Margar góðar klippur frá Hemma Gunn og Poppkorni í umsjá Jóns Ólafs og Stebba Hilmars, svo var Sigmundur Ernir alveg einstaklega hommalegur í einhverri tíglapeysu að taka viðtal, en best var þegar Þorgeir Ástvaldsson var að kynna eitthvað með Bubba, en það var risastórt blóm fyrir framan hann og þurfti að beygja hausinn til sjást í mynd, það var æðislega fyndið... en ágætis mynd þrátt fyrir allt.

Síðasti dagurinn á morgun í vinnunni... klöppum fyrir því...

Lag dagsins: Bubbi Morthens - Blindsker



miðvikudagur, október 20, 2004

Bráðum koma blessuð...
Jæja ég heyrði fyrsta jóladjingulið í dag, já gott fólk, jólaauglýsingarnar eru byrjaðar og enn rúmir tveir mánuðir til jóla... þetta er bil...
Jæja í dag gerði ég eitthvað sem ég hef aldrei gert áður, sagði upp vinnunni minni hjá Trésmiðju Þráins... einhverntíman er allt fyrst, því að þannig er mál með vexti, að þeir hækka... nei ég meina ég er kominn með vinnu hjá Símanum, og ég held að mitt offical working class hero stage name á nafnspjaldinu sé Þjónustufulltrúi, virðulegt heiti þykir mér... og byrja ég þar á mánudaginn... þannig að engin dónasímtöl á minni vakt!

Síminn, við hjálpum þér að láta það gerast


Lag dagsins: Groove Armada - I See You Baby!


þriðjudagur, október 19, 2004

Ætli ég verði ekki að fara herða mig í þessu... bloggheimar hafa eignast 3 nýja bloggara... eða réttara sagt endurheimt 2 og fengið 1 nýjan... en það eru Gunni, Gummó og Tryggvi og munu þau sjá um að trylla lýðin næstu vikurnar með hápólítískum og málefnalegum umræðum um daginn og veginn...
Annars held ég bara að veðrið sé að ganga af göflunum, það er ekkert sérlega spennandi að keyra til Reykjavíkur á morgnanna til að vinna og sjá allar rúturnar og bílana á hvolfi fyrir utan veginn...
Kynntist nýrri hljómsveit í dag, sem heitir Rooney (ekki eftir Wayne Rooney, ekki frekar en að Keane sé skýrð í höfuðið á Roy Keane) en hún er frá Los Angeles er búin að gefa út einn disk og er ég einmitt að hlusta á hann núna og líkar vel...

Sem sagt... veður vont, bjór gott!

Lag dagsins: Rooney - I'm a Terrible Person


þriðjudagur, september 28, 2004

Hvar er konan mín!!

Jæja þá er betri helmingurinn floginn á vit ævintýranna í Danmörku og mun hafast þar við fram að jólum...

Lag dagsins: GCD - Flugleiðablús

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Hver er maðurinn?



Hver er maðurinn?
 
24 24 over and out yeah! Það er hann Lúlli sem er afmælisbarn dagsins, 24 ára kappinn... Reyndar var mjög svo hörð keppni um titilinn því að Birgitta Haukdal er 25 ára í dag, en hún þurfti að láta í minni pokann, enda Lúlli með svaðalegan poka...

Lag dagsins: FM957 Allstarz & Paparnir - Sólstrandargæji

föstudagur, júlí 23, 2004

Jæja fallega fólk... smá föstudagsþraut...

Finnið þrjár villur...

Afmælisbarn dagsins er ofurrokkarinn og gítarhetjan Slash (Guns N' Roses, Velvet Revolver og Slash's Snakepit) en hann er 39 ára í dag...


Slash



Lag dagsins: Guns N' Roses - November Rain



þriðjudagur, júlí 20, 2004

Þvílíka veðrið maður... maður er næstum að fá leið á sólinni, nei kannski ekki. Aron kom á föstudaginn, viku of seint því hann ætlaði að koma á Írsku daganna, en það klikkaði eitthvað, en loks kom hann og þá var kátt í höllinni, Sigga farin í útilegu með stelpunum og við strákarnir réðum ferðinni á Krókatúninu. Á laugardaginn var alveg klikkuð bongó blíða, og þá fórum við (ég, Aron, Gunni, Tryggvi, Svandís og Harpa) niðrá Langasand, eftir miklar vanaveltur um hvort við ættum að fara í fótbolta, en þar sem við vorum frekar fáliðuð þá varð ströndin fyrir valinu. Byrjaði með voða saklausu rölti um ströndina en endaði með því að Svandís var stungin í fótin af RISAmarglittu. Eftir smá busl í fjöruborðinu, rifu allir sig úr og fóru í strandvarðarleiki og ýmislegt annað, reyndar náði ég ekki að fara úr áður en ég blotnaði og eftir að ég lenti harkalega á hafsbotninum við það að reyna blotna ekki fækkaði ég fötum og tók almennilega á sjónum. Þegar við höfðum smakkað á sjónum í dágóða stund fundum við RISAmarglittu sem var hálfströnduð í fjörunni, en hún var á stærð við bíldekk, og Gunni prófaði að pota í hana með priki til að athuga hvort að hún væri lifandi og til að svara því stakk hún Svandísi í fótinn, en því miður þá var engum mál að pissa... En svo drifum við okkur heim því við vorum á leiðinni uppá Fögrubrekku í mat til Gunnhildar, en hún bauð okkur þangað í tilefni afmælis síns. Þegar við komum þangað beið okkar dýrindis matur, innbakað lambafill með öllu tilheyrandi. Og eftir að allir voru búnir að éta á sig gat og meira en það, þá var borinn fram eftirréttur, og var það sjúffle (held ég) allt saman algjör sjúkheit. Svo tók við almenn drykkja og stóð hún langt fram á nótt, eða þangað til að við Aron röltum okkur heim og tók það góðan klukkutíma enda leiðin löng, en á leiðinni fundum við ýmislegan varning, t.d. 2 úlpur (en þær pössuðu ekkert) eitthvað fleira. Þegar við loksins komu heim kenndi Aron mér að gera Brambert, sem eru pylsur (nei það er Uuuuu) með meira en öllu, reyndar átti ég ekki bakaðar baunir en þrátt fyrir það voru þetta dýrslegar pulsur. Sunnudagurinn fór í chillað chill með chilluðum chilli... Þegar Sigga kom heim þá grilluðum við og eftir matinn þá hélt Aron heim á leið til Bíldudals. Svo horfðum við á Shrek 2 um kvöldið, hún var ágæt en mér fannst fyrri myndin mikið fyndnari.
 
Allavega takk fyrir og bless og Chris Cornell (söngvari Soundgarden, Audioslave og  Temple of the Dog), til hamingju með fertugsafmælið
 
P.s. Franz Ferndinand heldur tónleika hérna á Íslandi í desember!!!
 
Lag dagsins: Chris Cornell - Can't Change Me 
 

sunnudagur, júlí 11, 2004

Fín helgi að baki, Írsku dagarnir gengu mjög vel held ég , tæplega 10.000 gestir í bænum og svaka stuð. Hápunkturinn var svo á laugardeginum, en þá buðum við í svaka partý, mikil gleði og margt um manninn. Fólk kom meira að segja alla leið frá Vestmannaeyjum. Farið var í marga skemmtilega leiki, og sló leikurinn "bank bank" ærlega í gegn. Svo þegar líða tók á nóttina voru flestir orðnir frekar dansóðir og var tími til kominn að skella sér niðrá bryggju og fara á Lopupeysuballið með Pöpunum og Skítamóral. Þegar við höfðum rölt þangað var þvílíkur mannfjöldi að annað eins hefur ekki sést lengi. Mega stemning og allir mjög kátir. Maður sá mörg gamulkunnug andlit sem að maður hafði ekki séð lengi. Svo hitti ég líka Robba bróður og Bergþóru, alveg blekuð að koma úr einhverju brúðkaupi... Ég held að Skítamórall hafi spilað alveg til 4, þannig að gleðin stóð mjög lengi. Svo þegar allt var búið var komið að því að fá sér að borða, það var svo gríðarlega löng röð á Hlölla að ég varð að fá mér vöfflu í Vöffluvagninum á meðan ég beið. Svo þegar Sigga kom með Hlöllana okkar var hún búin að týna kortinu mínu, og ekki nokkur leið að finna það aftur þarna í öllum fjöldanum, þannig að ég hringdi og lét loka því. Þegar snæðingurinn var búinn þá röltum við heim, ég, Sigga, Anna og Ólöf... reyndar bar ég Önnu Láru á bakinu heim. Svo þegar við voru næstum komin heim (rétt hjá rúnt beyjunni) þá hittum við Davíð Minnar og Birgittu og þau sögðust hafa fundið kortið mitt hjá Verslun Guðmundar B. Hannah... hmmm hvernig komst það þangað, maður fær sennilega aldrei að vita það, en ég þakka þeim fyrir að koma kortinu til skila. Fleira verður ekki ritað hér um þetta kvöld, en við látum myndirnar tala sínu máli... takk fyrir mig

PartýSvandís, Olli, Sigga (hvað eru þau að gera??) og Krissa

Svanberg og SammiFríða og Bára

Sammi og Valli á HlöllaÉg og Gréta

Nettur gaur með hattSigga og Hildur

Ég með Hlöllann minnSleikisleik...


Lag dagsins: Hoobastank - The Reason


fimmtudagur, júlí 08, 2004

Jæja í gær fór ég í sérdeilis prýðilega ferð til Reykjavíkur, því að ég var að fara á tónleikana með Placebo. Þegar við komum að Laugardalshöllinni (ég og Gunni) þá var biðröð alveg uppá Laugarveg eða allavega langleiðina. Hún gekk þó ágætlega þegar hún fór af stað. Við komum okkur fyrir nokkuð framarlega og biðum þar eftir að allt byrjaði. Maus stigu á svið á slaginu átta, og voru þeir helvíti þéttir, jafnvel bara bestu tónleikar sem ég hef séð með þeim. Þeir spiluðu í 40 mínútur bæði gömul og eitthvað af nýju efni líka. Þeir fá mjög góða einkunn fyrir sína frammistöðu. Svo tók við góð pása á meðan að það var verið að stilla upp öllu fyrir Placebo. Svo klukkan u.þ.b. c.a. akkúrat rúmlega níu byrjaði Placebo showið. Fyrsta lagið sem þeir tóku var Taste in Men, þar sem að "stage" hljóðfæraleikararnir byrjuðu, svo kom hljómsveitin, einn í einu inn á sviðið. Ansi hreint skondnir þessir tveir auka tónleikameðlimir, kall og kona svona bæði á fertugsaldri myndi ég giska á. Og þeim var stillt upp sitthvoru megin við trommusettið og voru bæði með hljómborð fyrir framan sig, þannig að lítið færi fyrir þeim, fengu ekki mikið ljósashow á sig, en svona rétt aðeins. Konan spilað bara á hljómborðið og svo líka tambórínu svona einstöku sinnum. Kallinn hins vegar spilaði á bæði gítar og bassa til skiptis við bassaleikarann, og svo spilaði hann eitthvað líka á hljómborðið. Mjög svo virðulegur kall í jakkafötum og maður myndi ekki trúa því að hann væri að spila með Placebo ef maður sæi hann útá götu. Hins vegar þá spilaði bassaleikarinn, hinn sænski Stefan Olsdal, eiginlega meira á gítar heldur en bassa, og spilaði meira að segja á hljómborð í einu lagi. Söngvarinn og aðal frontinn í bandinu Brian Molko var stífmálaður að vanda og hefði hvaða kona sem er dauðskammast sín við hliðina á honum. Þeir félaganir (Brian og Stefan) þurfa sjálfsagt engar grúppíur, þegar þeir hafa hvorn annan eftir tónleika. Stefan var nefnilega líka málaður um augun, með makara og augnskugga, svo var hann í glimmer hlírabol og með leðurbönd um hálsinn. Og sýndu þeir oft ansi samkynhneiðga tilburði, þó ekki á hvor öðrum. Fyrri hlutann af tónleikunum spiluðu þeir svona frekar óþekkt lög. Og það var ekki fyrr en eftir 9 lög að Brian sagði eitthvað, og sagði meðal annars að Ísland væri Fucking Amazing. Eftir það tóku þeir bara hittara sem að vel flestir þekktu, m.a. Special Needs, With Out I’m Nothing og Special K. Svo voru þeir nottla klappaðir upp þegar þeir "hættu", uppklappið er nottla bara formsatriði. Tóku þá 2 lög til viðbótar en voru klappaðir upp aftur, og þá tóku þeir önnur 2 lög, og enduðu tónleikanna á Nancy Boy (af fyrsta disknum þeirra). Mér fannst samt að þeir hefðu mátt taka einhver coverlög, eins og Where is My Mind eða Bigmouth Strikes Again eins og þeir gera oft.
Já bara helvíti skemmtileg stemmning verð ég að segja og flottir tónleikar, spiluðu í tæpa 2 tíma. Og hafa þeir sjálfsagt haldið til Austurríkis í dag, en þeir eru að spila þar á morgun. Svo horfði ég á DVD diskinn þeirra (Soulmates Never Die – Live in Paris 2003) í dag svona rétt til að rifja upp stemmninguna frá því í gærkvöldi.

Svo ætla ég að setja hérna Setlistann, ég held að hann hafi verið nokkurn veginn svona:

Taste in Men
The Bitter End
Every You Every Me
Allergic
Protect Me From What I Want
Plasticine
Sleeping With Ghosts
Black Eyed
I'll Be Yours
Special Needs
English Summer Rain
Without You I'm Nothing
This Picture
Special K
-uppklapp 1-
Slave to the Wage
Pure Morning
-uppklapp 2-
Centrefolds
Nancy Boy


En svo eru það Írsku dagarnir um helgina, og þá verður nú tekið á því bíst ég við, enda svarti maður á leiðinni í bæinn... passið ykkur!

Lag dagsins: Placebo - Nancy Boy

miðvikudagur, júlí 07, 2004



Placebo


Jæja núna á eftir er maður að fara skella sér á tónleika með Placebo í Laugardalshöllinni og svo eru það nottla Maus sem hita upp og það er nú ekki verra. Þannig er nú það og ekkert meira um það að segja...

Lag dagsins: Placebo - Special K


This page is powered by Blogger. Isn't yours?